Wenger: Þurfum ekki fleiri miðverði
Frétt sett inn 11 ágú 2011 // Ekki Nota

Arsene Wenger sagði við þýska blaðið Kicker í dag að Arsenal þyrfti ekki fleiri miðverði því hann hefði nú þegar fjóra miðverði, þá Thomas Vermaelen, Laurent Koscielny, Johan Djourou og Sebastien Squillaci.

„Við höfum nú þegar fjóra miðverði svo það er engin þörf á öðrum.“ Sagði Wenger orðrétt.

Ég verð nú að segja eins og er, þessi orð hans Wenger koma mér ekkert á óvart. Það kæmi mér líka ekkert á óvart þó enginn verði keyptur í staðinn fyrir Nasri og Fabregas þegar þeir hafa verið seldir.

http://www.espn.co.uk/football/sport/story/105346.html?CMP=OTC-RSS