Pages

Categories

Search

 

Alex Oxlade-Chamberlain kominn (staðfest)

Alex Oxlade-Chamberlain kominn (staðfest)

Kristján Geir
by
08/08/2011
Arsenal
5 Comments

Nú hefur Arsenal staðfest að Alex Oxlade-Chamberlain er orðinn leikmaður Arsenal.

Chamberlain gekkst undir læknisskoðun hjá Arsenal fyrr í dag og skrifaði síðan undir samning við félagið, talið er að kaupverðið sé um 10 milljónir punda. Chamberlain er 17 ára og er miðjumaður. Hann hefur verið hjá Southampton síðan hann var 7 ára gamall en hefur nú fylgt sama vegi og Theo Walcott sem var einnig hjá Southampton þar til Arsenal keypti hann.

Alex Oxlade-Chamberlain hefur spilað 44 leiki fyrir aðallið Southampton og skorað samtals 10 mörk, hann er talinn einn efnilegasti Enski leikmaðurinn og voru Liverpool og Manchester United einnig orðaðir við hann fyrr í sumar.

Ekki er enn komið í ljós hvaða númer hann verður með á treyjunni í vetur, En ég leyfi mér að giska á 15.

 


5 Responses

 1. robires

  08/08/2011, 19:52:17

  Velkominn!

 2. sigvardur

  Sigvarður

  08/08/2011, 20:04:48

  Reyndar er talið að kaupverðið sé 12 milljón pund + 3 milljón pund , verði vissum áföngum náð … En þetta eru góðar fréttir og vonandi að fleyrri kaup séu í vændum og sérstaklega nýjan varnanmann …

 3. Mr. Gooner

  Torfi Guðbrandsson

  09/08/2011, 00:51:19

  26 gæti líka verið hugsanleg tala fyrir drenginn..

 4. Engilbert Aron

  09/08/2011, 18:31:06

  Erum við að kaupa þennan leikmann bara svo að hin stóru liðin kaupi hann ekki, eða er hann hugsaður sem lykilmaður uppá framtíðina að gera? Og í hvaða stöðu þá?

 5. Kristján Geir

  kristjan

  09/08/2011, 20:20:02

  Líklega erum við að kaupa þennan dreng vegna þess að hann er góður og er fyrir framtíðina. En spurningin er sú hvort hann sé nógu góður til að geta orðið lykilmaður á þessu tímabili.

  Ég efast ekkert um að þessi leikmaður á eflaust eftir að verða einn af þeim betri en held bara að við þurfum ekki enn einn efnilega manninn núna, vill einhvern sem hefur reynslu og kunnáttu til að geta breytt liðinu í sigurlið.

  Vonandi verða fleiri menn keyptir.Færðu inn athugasemd