Arsenal Almennt — 25/08/2015 at 13:17

Zelalem kominn til Rangers á láni út árið

by

gedion-zelalem

Miðjumaðurinn Gedion Zelalem hefur gengið til liðs við Glasgow Rangers í Skotlandi á láni til 3. janúar 2016.

Zelalem hefur lofað góðu í unglingaliðum Arsenal á undanförnum árum en hann hefur spilað tvo keppnisleiki fyrir Arsenal auk fjölda af æfingaleikjum.

Zelalem spilaði á HM U-20 ára landsliða með Bandaríkjunum í sumar en hann hefur einnig spilað fyrir þýsk unglingalandslið.

EEO

Comments

comments