Uncategorized — 21/07/2014 at 21:24

Zelalem: Arsenal gott umhverfi til að vera í

by

gedion-zelalem

Þýska ungstirnið Gedion Zelalem, segir að hann trúi varla að hann sé að spila við hliðina á leikmönnum á borð við Aaron Ramsey og Abou Diaby.

Zelalem, sem er 17 ára, þótti standa sig vel þær 45 mínútur sem hann spilaði gegn Boreham Wood.

,,Ég er í skýjunum yfir að spila með mönnum eins og Ramsey og Diaby. Ég ólst upp við að horfa á þá, svo að það er draumur að rætast að spila með þeim. Vonandi fæ ég að gera meira af því,” sagði Zelalem.

,,Ég hugsa um þetta allan tíman. Stundum dett ég út á æfingum og hugsa ,,Ó, er ég í alvörunni að æfa með þeim!”, ég held ég muni aldrei verða vanur því!”

,,Þeir hjálpa mér allir, ekki bara leikmenn í mínum stöðum. Per Mertesacker segir mér hvað á að gera og þetta er gott umhverfi til að vera í. Þeir segja mér frá reynslu sinni, að hlutirnir verða erfiðir en þú verðir bara að halda áfram. Það er gott.”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments