Uncategorized — 12/04/2012 at 11:25

Wolves – Arsenal 0-3

by

Glæsilegur 3-0 sigur vannst í gærkvöldi gegn Wolves á The Molineux Stadium. Robin Van Persie, Theo Walcott og Yossi Benayoun skoruðu mörk Arsenal.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti hjá Arsenal og var greinilega ákveðið að byrja í stórsókn. Eftir aðeins 7 mínútur komst Walcott einn í gegn um vörn Wolves en leikmaður Wolves braut á honum og felldi í vítateignum og uppskar að launum rautt spjald og vítaspyrnu sem Van Persie skoraði úr. Wolves voru því einum færri í 83 mínútur.

Með þessu marki frá Van Persie þá jafnaði hann met sem Ian Wright átti í ensku Úrvalsdeildinni, hann hefur því núna skorað gegn 17 af 19 liðum í deildinni á þessari leiktíð. Met Ian Wright er frá 96/97 tímabilinu. Þetta var 27 mark Van Persie í Úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann hefur skorað 34 alls og er markahæstur í deildinni, 5 mörkum á undan Wayne Rooney.

á 11 mínútu kom síðan mark númer tvö frá Arsenal og var þar að verki Theo Walcott. Arsenal lá síðan í sókn það sem eftir var af fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora en Wolves sýndi mikla baráttu.

Í byrjun fyrri hálfleiks komu Wolves með aukinn kraft í sinn leik og gerðu okkar mönnum erfitt fyrir en náðu þó ekki að skora. Þriðja mark Arsenal kom ekki fyrr en á 69 mínútu en það kom frá Yossi Benayoun. Wolves hélt áfram að sýna mikla baráttu en sem betur fer fyrir okkur náðu þeir ekki að skora. Szczesny átti meðal annars rosalega markvörslu undir lok leiksins.

3. Stig í höfn og 3 sætið eftir 33 leiki. Aðeins 5 leikir eftir í deildinni og 5 stig á milli Tottenham og Arsenal. Wigan eru næstir á næsta Mánudag. Sá leikur verður á Emirates Stadium.

arsenal.is MAÐUR LEIKSINS: Theo Walcott

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Bacary Sagna(84)
Thomas Vermaelen
Johan Djourou
Andre Santos
Alex Song
Mikel Arteta
Aaron Ramsey
Yossi Benayoun
Theo Walcott(76)
Robin van Persie (c)

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Carl Jenkinson(84)
Sebastien Squillaci
Tomas Rosicky
Alex Oxlade-Chamberlain(76)
Ju Young Park
Marouane Chamakh

 


w10 by arsenalist

Vítið hjá Robin Van Persie


w20 by arsenalist

Markið hjá Theo Walcott


w30 by arsenalist

Markið hjá Benayoun

Meira frá leiknum er hægt að sjá hér

Comments

comments