Uncategorized — 01/10/2012 at 22:30

Wilshere spilaði í 63 mínútur

by

Eftir 14 mánaða fjarveru á hefur Jack Wilshere snúið aftur á fótboltavöllinn.

Jack meiddist á Emirates Cup í fyrra. Það þótti ekki alvarlega meiðsli enda var ekki keyptur miðjumaður þó Cesc hafi verið seldur rétt áður og nokkrum dögum var síðan Nasri seldur. Treysta átti á Wilshere sem endaði á að spila ekki mínútu síðasta tímabil.

Hann hins vegar snéri til baka í dag og byrjaði með U-21 árs liðinu gegn WBA. Arsenal tapaði því miður leiknum 1-0 en flestum er eflaust sama þar sem Jack fékk að spila.

Hann verður ekki í hópnum á miðvikudaginn þegar Arsenalt tekur á móti Olympiacos en hann gæti verið með gegn West Ham, svo eftir það tekur við landsleikjahlé og því nokkuð líklegt að við fáum að sjá nýja leikmanninn númer 10 gegn Norwich þann 20. október.

SHG

Comments

comments