Uncategorized — 04/04/2013 at 20:00

Wilshere og Walcott ekki með um helgina

by

Wilshere_2877793

Steve Bould, aðstoðarþjálfari Arsenal, hefur gefið það út að Englendingarnir Jack Wilshere og Theo Walcott gætu snúið aftur í hóp Arsenal fyrir leikinn gegn Norwich á Emirates Stadium á laugardaginn eftir viku.

Báðir hafa þeir verið meiddir að undanförnu en Walcott þurfti að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðslanna, en Wilshere meiddist í tapi gegn nágrönnunum í Tottenham.

Nacho Monreal snýr þó aftur í hópinn gegn West Brom á laugardaginn en hann hefur einnig verið frá vegna meiðsla.

Arsenal verða því án þriggja leikmanna gegn West Brom um helgina en það eru Jack Wilshere, Theo Walcott og Abou Diaby.

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments