Uncategorized — 17/10/2012 at 23:37

Wilshere og Sagna spiluðu 90 mínútur

by

Bæði Bacary Sagna og Jack Wilshere léku æfingarleik á æfingasvæði Arsenal gegn Chelsea í gærdag. Arsenal tefldi fram nokuð sterku liði á meðan margir leikmenn Arsenal léku landsleiki.

Andre Santos, Francis Coquelin, Emmanuel Frimpong, Andrey Arshavin og Marouane Chamakh léku allan leikinn. Carl Jenkinson kom inná í hálfleik og Sebastian Squillaci spilaði líka.

Arsenal tapaði þó leiknum 2-0 en það sem skipti mestu máli var þó að bæði Sagna og Wilshere spiluðu allan leikinn og komust frá leiknum án meiðsla.

John Terry var í liði Chelsea en hann hefur greinilega ekkert betra að gera eftir að hann lagði landsliðstreyjuna á hilluna 🙂

 

Comments

comments