Uncategorized — 16/07/2015 at 08:00

Wilshere: Mikil samkeppni en ég er til í áskorunina

by

Wilshere_2877793

Miðjumaðurinn Jack Wilshere segist vera tilbúinn í þá áskorun að berjast um sæti sitt í liðinu, en miðjan hjá Arsenal inniheldur marga leikmenn sem eru með hæfileika til að spila á miðjunni.

Arsenal spilar gegn Everton í úrslitaleik á laugardaginn í Barclays Asia Trophy en Wilshere leggur þar áherslu á að halda boltanum, en það vilji bæði lið gera.

,,Þetta er ótrúleg samkeppni og það er undir okkur sem einstaklingum komið að eigna okkur stöður. Að sjálfsögðu verður það erfitt en ég er til í áskorunina og er viss um að hinir strákarnir eru það líka.”

,,Ég tel að okkar markmið sé að komast í form og vera líkamlega og andlega tilbúnir í næstu leiktíð. Við viljum vinna alla leiki og stjórinn segir okkur það fyrir leiki, en aðal málið hér er að komast í form.”

,,Sérstaklega í þessum hita, þú vilt vinna í því að vinna boltan hátt uppi á vellinum og þegar þú ert með hann, viljum við halda honum því við viljum ekki elta of mikið. Everton vill halda boltanum svo að við viljum halda honum eins og við getum”

Comments

comments