Uncategorized — 20/07/2015 at 12:26

Wilshere: Mér líður betur með hverjum deginum

by

Wilshere_2877793

Jack Wilshere miðjumaður Arsenal segir að frammistaðan gegn Everton sýni að liðið allt sé í frábæru líkamlegu standi.

Wilshere var eini leikmaður liðsins sem byrjaði báða leikina í Singapore en hann spilaði 45 mínútur gegn Everton.

,,Mér fannst við líta út fyrir að vera hraustir eins og gegn Singapore. Þetta var öðruvísi og Everton byrjaði vel. Þeir vildu halda boltanum svo að við vildum ekki gefa hann frá okkur og ef við gerðum það, þá vildum við vinna hann strax aftur”

,,Við gerðum það mjög vel. Þeir urðu þreyttir í seinni hálfleik og okkar hreysti sást í gegnum allan leikinn. Mér líður vel og kom aftur til æfinga fyrir tveimur vikum. Ég hef spilað tvo leiki og það eru aðrir tveir leikir að koma upp næstu helgi eftir aðra erfiða æfingaviku svo að mér líður vel.”

,,Mér líður betur dag eftir dag. Líkamsræktarþjálfarar okkar eru mjög góðir. Þeir skala hverja æfingu eftir þörfum einstaklings svo að þeir vita hvað þú þarft í þinni stöðu. Hver æfing er erfiðari og erfiðari en mér líður betur og betur og vonandi heldur það áfram”

Comments

comments