Uncategorized — 23/07/2013 at 14:00

Wilshere: Martröð að spila gegn Zelalem

by

Wilshere_2877793

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, hrósar ungstirninu Gedion Zelalem í hástert í viðtali eftir leikinn gegn Nagoya í gær.
Zelalem vakti athygli fyrir frábæra frammistöðu gegn Nagoya og sérstaklega stoðsendingar sem hann átti í markinu hans Walcott eins og 433.is greindu frá í gær. Hann hefur þegar verið borinn saman við Cesc Fabregas á hans aldri.

,,Ég hef talað um þá tvo áður (Zelalem og Gnabry), sérstaklega Zelalem. Hann sér sendingar sem ekki margir aðrir sjá. Þú hugsar hvað í ósköpunum hann sé að gera og skyndilega er einhver kominn inn fyrir.”

,,Hann er bara 16 ára og er spennandi leikmaður. Það mun ekki taka langan tíma þar til hann verður tilbúinn. Hann er þægilegur á boltanum og jafnvel á æfingum er martröð að spila gegn honum. Hann heldur boltanum frá þér og skýlir honum. Hann er ekki stór en hann er sterkur.”

,,Hann er frekar sterkur og tæknilega er hann mjög góður. Hann getur notað vinstri og hægri og sér margar sendingar og er góður fyrir framtíðina.

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments