Uncategorized — 24/09/2011 at 12:59

Wilshere í aðgerð á Mánudag, frá til Jóla

by

Nýjustu fréttir af Jack Wilshere eru ekki góðar en hann hefur ekki spilað neitt á þessari leiktíð vegna meiðsla og nú er komið í ljós að hann þarf að fara í aðgerð á ökklanum og verður því frá keppni, allavega til jóla. Jack Wilshere tilkynnti þetta sjálfur á Twitter í morgun.

“The bone is not responding. I will have surgery on my right ankle on Monday,” Þetta er orðrétt frá Wilshere sjálfum en í lauslegri þýðingu segir hann að beinið í ökklanum hafi ekki lagast svo hann fari í aðgerð á Mánudag.

Enn á ný berast því slæmar fréttir úr herbúðum Arsenal og verður að viðurkennast að mann er farið að langa í betri fréttir frá Arsenal en þessar.

Comments

comments