Uncategorized — 10/07/2012 at 13:25

Wilshere fær viðvörun frá UEFA

by

Jack Wilshere fékk viðvörun frá aganefnd UEFA í dag eftir ummæli sem hann setti inn á Twitter varðandi það að það væri vel þess virði að leggja 10 pund undir að Emmanuel Frimpong verði fyrstur til að skora í leik í meistaradeildinni gegn Olympiacos í Desember síðastliðnum. Í reglum UEFA segir að leikmenn meigi ekki leggja undir í veðmálum hjá þeim liðum sem þeir spila með.

Eftir leikinn skrifaði Wilshere svo “Frimmy nearly won me some money there!” eða “Frimpong lét mig næstum vinna smá pening.”

Jack Wilshere segir að hann hafi voða lítið meint með þessari athugasemd og allra síst hafa lagt undir í umræddum leik.

“I didn’t actually bet on the game. I know we’re not allowed to! I was only messing just to be clear.”

 

Comments

comments