Uncategorized — 03/11/2014 at 15:39

Wilshere ekki með gegn Anderlecht vegna meiðsla

by

wilshere

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest við fjölmiðla að Jack Wilshere verði ekki með liðinu gegn Anderlecht í Meistaradeildinni vegna meiðsla.

Wilshere meiddist á hné í síðustu viku og gat því miður ekki spilað í 3-0 sigri Arsenal á Burnley um helgina. Meiðslin eru talinn aðeins smávægileg en Wilshere veiktist og gat af þeim sökum ekki æft fyrir leikinn annað kvöld.

Wenger staðfesti að leikmannahópurinn myndi verða alveg eins skipaður á morgun eins og hann var um helgina og að Wilshere verði leikfær fyrir leik Arsenal gegn Swansea á sunnudag næstkomandi

Aaron Ramsey var að glíma við nákvæmlega sömu veikindi og Wilshere í síðustu viku en svo virðist sem að aðrir leikmenn félagsins hafi sloppið vel með skrekkinn.

Arsenal nær með sigri á morgun að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðið er með sex stig í öðru sæti D-riðils, þremur stigum á eftir Dortmund en fimm stigum  á undan Anderlecht og Galatasaray.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments