Uncategorized — 02/08/2013 at 23:49

Wilshere: Eboue er sérstakur karakter

by

Wilshere_2877793

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, segist vart geta beðið eftir að takast á við hans gamla félaga, Eboue, en Arsenal reiðir saman hesta sína við núverandi félag Eboue í Galatasaray á sunnudaginn.

Eboue eyddi sex árum hjá Arsenal og spilaði 214 leiki en flutti til Tyrklands árið 2011.

,,Hann var sérstakur karakter. Það var gott að hafa hann í kringum búningsherbergið. Jafnvel þó hann væri fúll yfir því að fá ekki að spila þá var hann hamingjusamur og hélt andanum uppi.”

,,Við söknum hans og það verður gott að sjá hann aftur í kringum Emirates. Aðdáendur munu vera ánægðir að sjá hann einnig.”

 Eyþór Oddsson

Comments

comments