Uncategorized — 15/07/2015 at 12:00

Wilshere ánægður með að Arsenal einbeiti sér að deildinni

by

wilshere

Miðjumaðurinn enski, Jack Wilshere er ánægður með að Arsenal þurfi ekki að spila leik í undankeppni Meistaradeildarinnar í ágúst.

Arsenal hafa verið duglegir undanfarin ár við að enda í fjórða sæti og þurfa að byrja leiktíðina á umspilsleikjum um sæti í Meistaradeildinni, með tilheyrandi truflunum á undirbúning fyrir deildina.

Í ár er breyting þar á, enda endaði Arsenal í þriðja sæti deildarinnar en það er hlutverk Manchester United í þetta sinn að spila þessa umspilsleiki.

,,Án umspilsleikjanna gefur það þér meiri tíma til að undirbúa þig fyrir úrvalsdeildina svo að þú getur einbeitt þér að því að ná góðri byrjun. Við vitum að við erum oftast góðir í febrúar – mars, svo að ef við verðum í góðri stöðu þá ættum við að vera í góðum málum”

,,Það mikilvægasta fyrir mig er að ná góðum undirbúning, spila alla leiki sem ég get og vera tilbúinn þegar tímabilið byrjar. Okkur finnst við vera lið sem getur keppt við Chelsea. Úrvalsdeildin er sterk deild svo að við þurfum eins marga leikmenn og mögulegt. Þú ert með FA Cup, deildarbikarinn, leikmenn fara í landsliðsverkefni og leikmenn meiðast í gegnum tímabilið svo að breiddin er mikilvæg”

,,Eftir að þú vinnur þinn fyrsta titil verður þú hungraður í meira og það var frábært að ná að vinna FA bikarinn aftur. Við vorum frábærir í gegnum keppnina og réðum yfir úrslitaleiknum sem sýnir sjálfstraustið í hópnum. Núna er Petr Cech kominn í hópinn. Hann hefur verið þarna áður, klárað þetta og hefur mikla reynslu. Hann hefur verið frábær fyrir alla, jafnvel Wojciech Szczesny sem er ennþá ungur.”

EEO

Comments

comments