Uncategorized — 24/07/2014 at 13:28

Wilshere að fá lykilhlutverk?

by

Jack Wilshere

Arsene Wenger stjóri Arsenal er að íhuga að láta Jack Wilshere fá hlutverk varnarsinnaðar miðjumanns á næsta tímabili hjá félaginu í stað þess að festa kaupin á annað hvort Sami Khedira, Morgan Schneiderlin eða Lars Bender, samkvæmt Daily Mail.

Arsenal hefur verið mjög áhugasamir um Khedira, Schneiderlin og Bender, Wenger vill nýja öflugua miðju eftir að hafa verið undirmannaðir svo oft í stórum leikjum á síðasta tímabili.

Arsenal töpuðu gríðarlega gegn Chelsea, Manchester City, Liverpool og Everton, þar sem að miðjumennirnir þeirra féllu algjörlega niður vegna meiðsla og skorts á úthaldi, en Frakkinn er að reyna að breyta því í sumar.

Hins vegar, eftir að hafa verið tengdur við hið magnaða tríó Khedira, Schneiderlin og Bender, er talið að Wenger muni nú afhenda þá ábyrgð til Wilshere, sem að var náður á mynd reykja og drekka á meðan að fríinu hans stóð yfir í sumar. Það er í annað skipti sem hann hefur verið staðinn að verki að reykja og Wenger var ekki ánægður fyrst, þó virðist Wenger ætla að gefa Wilshere eitt af mikilvægustu hlutverkum liðsins á næstu leiktíð þrátt fyrir nýjustu deilur.

Talið er að Wilshere verði afhent hlutverkið á undirbúningstímabilinu og ef það virkar, gæti það sparað the félagið milljónir punda sem þeir þurfa ekki að festa kaup á miðjumönnum.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments