Uncategorized — 21/04/2013 at 10:27

Wilshere á leið í aðgerð á ökkla

by

Wilshere_2877793

 

 

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, gæti þurft að gangast undir aðgerð á ökkla til að hreinsa vandamál vegna ökklameiðslanna sem héldu honum frá í meira en ár en þetta kemur fram á heimasíðu Mirror.

Wilshere sneri aftur á völlinn 27. október eftir meiðslin í leik gegn QPR og þykir hafa staðið sig vel síðan þá en var síðan frá í fimm vikur eftir að hafa meiðst gegn Tottenham í mars.

Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg en Wilshere gæti þurft aðgerð til að fjarlægja stykki sem var sett í ökklan á honum í aðgerð sem hann fór í vegna meiðslanna í september 2011.

Hann mun því líklega gangast undir aðgerð í lok tímabilsins og missa því af vináttulandsleikjum gegn Írlandi 29 maí og Brasilíu 2. júní

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments