Leikjaumfjöllun — 10/08/2015 at 02:54

Myndbönd af mörkum dagsins: West Ham með sannfærandi sigur á Arsenal

by

cech9

Petr Cech byrjaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Arsenal þegar liðið mætti West Ham United á Emirates Stadium í gær.

Það var Cheikhou Kouyate sem skoraði mark með skalla á 43. mínútu og kom West Ham í 1-0. Mistök hjá Petr Cech sem fór í skógarúthlaup og skildi eftir opið mark eins og sjá má hér.

Mauro Zarate skoraði síðan glæsilegt mark á 57. mínútu þar sem hann sneri sér við og þrumaði boltanum í hornið en Cech kom engum vörnum við. Cech hefði hugsanlega átt að gera betur en sjá má markið hér”.

Fleiri voru mörkin ekki og West Ham tóku því þrjú stig og sendu Arsenal í botnsæti deildarinnar, en West Ham átti sigurinn sannarlega skilið.

Comments

comments