Uncategorized — 13/05/2012 at 23:56

West Brom – Arsenal 2-3

by

Þetta hafðist á endanum, þá meina ég að halda þriðja sætinu en þetta var á tímabili í leiknum ekkert farið að líta neitt rosalega vel út. 2-3 sigur varð niðurstaðan á endanum en mörk Arsenal skoruðu Benayoun, Santos og Koscielny.

Eins og í leiknum á móti Norwich þá skoraði Benayoun snemma í leiknum eða á 4 mínútu. á 11 mínútu skoraði svo West Brom og svo bættu þeir við sínu öðru marki á 15 mínútu. Á þessum tímapunkti var maður farin að hugsa að þetta yrði nákvæmlega eins í Norwich leiknum en sem betur fer fyrir okkar menn þá jafnaði Santos á 30 mínútu og var því staðan 2-2 í hálfleik.

Í síðarri hálfleiknum skoraði Koscielny eina mark hálfleiksins á 55 mínútu. West Brom gerðu þó allt sem þeir gátu til að jafn leikinn allt að enda leiks en sem betur fer fyrir okkur tókst það ekki því Tottenham voru að vinna sinn leik á White Hart Lane.

Arsenal endar þá þessa leiktíð í 3 sæti og mun spila í Meistaradeildinni í 15 skiptið í röð sem er frábær árangur miðað við stöðu liðsins í byrjun leiktíðar. Robin Van Persie er markahæstur í deildinni og er það líka frábær árangur.

Manchester City er meistari og eru þeir Samir Nasri, Kolo Toure og Gael Clichy vonandi glaðir, ég hálfpartinn bíð eftir skotum frá Samir Nasri þess efnis hversu flott þetta hafi nú verið hjá honum að skipta um lið.

Til hamingju með  St. Totteringham’s Day

arsenal.is Maður leiksins: Yossi Benayoun

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Carl Jenkinson
Laurent Koscielny
Thomas Vermaelen
Andre Santos(80)
Tomas Rosicky(46)
Alex Song
Francis Coquelin
Gervinho(67)
Yossi Benayoun
Robin van Persie (c)

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Johan Djourou
Kieran Gibbs(67)
Alex Oxlade-Chamberlain
Aaron Ramsey(80)
Theo Walcott(46)
Marouane Chamakh


final by arsenalist

 
wbwengpost by arsenalist

Wenger var orðinn mjög stressaður undir lok leiksins.

Pat Rice tolleraður eftir leik, enda síðasti leikur hans sem aðstoðar stjóri Arsenal.

Comments

comments