Uncategorized — 26/07/2015 at 00:22

Wenger: Wolfsburg með mikil gæði

by

Arsenal Training Session & Press Conference

Arsene Wenger er að vonum ánægður með 6-0 sigur sinna manna á Lyon fyrr í dag.

Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin en eðlilega gefur frammistaðan góðar vonir stuðningsmanna um góða byrjun í deildinni.

,,Þetta var góð og kraftmikil frammistaða þar sem við sáum marga leikmenn skora. Yfir heildina er þetta framhald af því hvernig við lukum síðasta tímabili og höfum tekið það með okkur. Það er mikill kraftur í liðinu og við höfum sýnt aftur að við getum skorað, sem allir búast við af okkur.”

,,Wolfsburg verður svipaður leikur, en þeir eru með lið sem hefur mikil gæði. Þeir eru eitt af topp liðunum í Þýskalandi og þeir eru að berjast gegn Bayern og gætu jafnvel verið á svipuðum stall og þeir. Þetta verður gott próf fyrir okkur.”

,,Það eru allir með meiri einbeitingu núna en í fyrra. Í fyrra voru menn á HM og sumir komu andlega búnir á því til baka. Vonandi hjálpar þetta okkur þetta tímabilið.”

,,Özil missti úr fyrri hluta tímabilsins á síðasta ári og kom til baka og var upp á sitt besta á seinni hlutanum. Vonandi getur hann hjálpað allt tímabilið núna.”

,,Verum varkárir með að fullyrða um að vinna titilinn. Við vorum í þriðja og unnum bikarinn á seinasta tímabili. Það er góður grunnur auðvitað. Okkar markmið er að gera betur. Við vitum að við viljum leggja allt okkar í sölurnar og það verður mjög erfitt því það verður mikil áskorun. Við viljum bara einbeita okkur að okkar gæðum. Það er mikilvægt að einbeita okkur að sjálfum okkur en ekki öðrum í topp-klassa íþróttagrein.”

EEO

Comments

comments