Arsenal Almennt — 19/08/2015 at 16:01

Wenger: Walcott hefur orðið að manni

by

gun__1358522869_walcott_signs1

Arsene Wenger knattspyrnustjóri segir að Theo Walcott sé búinn að þroskast og verða að manni úr litlum strák á meðan hann hefur verið hjá félaginu.

Theo Walcott hefur verið hjá Arsenal í níu ár en hann kom til félagsins í janúar 2006, sem gerir hann að þeim leikmanni sem lengst hefur verið hjá Arsenal, en næstur er Rosicky sem kom um sumarið 2006.

,,Hann hefur orðið mjög þroskaður og gengið í gegnum erfið tímabil svo að hann er sterkur maður. Hann er maður í dag en hann kom hingað sem strákur, lítill strákur sem hafði uppgötvað veröld sem hann vissi ekkert um”

,,Auðvitað þurfti hann að ganga í gegnum erfið meiðsli og svekkelsi og ég trúi að hann sé maður í dag, maður sem veit hvað hann vill og hefur verið trúr klúbbnum okkar. Hann var frábær kaup á sínum tíma”

EEO

Comments

comments