Uncategorized — 04/03/2015 at 23:30

Wenger: Vorum taugaveiklaðir í fyrri hálfleik

by

Giroud
Giroud var á skotskónum

Arsene Wenger var yfir heildina sáttur með að fá þrjú stig úr erfiðum útileik gegn QPR í kvöld.

Mér fannst þetta mjög líkamlegur leikur fyrstu 25 mínúturnar og þeir stöðvuðu okkur. Það var mikilvægt fyrir okkur að setja boltan á jörðina og senda vel á milli og berjast og spila. Í seinni hálfleik gerðum við það betur.

Við vorum alltaf með stjórnina í seinni hálfleik. Þeir komu til baka í 2-1 og þá veistu aldrei. Það var gott fyrir Alexis að skora því þegar þú skorar ekki í sjö til átta leikjum þá sest þetta í hugarfarið, jafnvel þó þú segir að svo sé ekki.

Hann nýtti færið vel, hann er brögðóttur, rakti boltan aðeins til baka og skoraði gott mark. Hann gefst aldrei upp og það er styrkur framherja líka. Ég veit ekki hvað gerðist í færinu á undan því, en fyrir mann sem er örvæntingafullur að skora leit þetta út fyrir að hann gæti nýtt færið en hann var að bíða eftir einhverjum. Að hann hafi getu til að skora strax í kjölfarið sýnir andlega styrkinn hans.

Francis Coquelin var frábær í kvöld og við áttum mjög góðan leik á miðjunni yfir heildina litið. Sjálfstraustið sem við fengum gegn Everton skilaði sér.

Við vorum taugaveiklaðir í fyrri hálfleik fannst mér og QPR gaf í líkamlega í fyrri hálfleik. Þeir fengu að gjalda þess í þeim síðari. Þeir stoppuðu okkur frá því að spila um allan völlinn. Sandro átti stóran þátt í því en hann þurfti að fara útaf eftir klukkutíma og kannski hjálpaði það okkur að setja boltan í jörðina og spila.

Arsene Wenger

Comments

comments