Uncategorized — 12/01/2015 at 12:10

Wenger: Vorum sannfærandi í þessum leik

by

Arsenal Press Conference

Arsene Wenger knattspyrnustjóri var afar kátur með leik Arsenal þegar þeir fengu Stoke City í heimsókn í gær.

Arsenal fór með 3-0 sigur af hólmi með tveimur mörkum frá Alexis Sanchez og einu frá Laurent Koscielny.

Þetta sýnir að hlutir geta breyst skyndilega í fótbolta og ég trúi því að við höfum lært okkar lexíu frá fyrri leiknum. Þar vorum við lentir 1-0 undir eftir 30 sek en núna vorum við komnir 1-0 yfir eftir stuttan tíma.

Þetta var sannfærandi frammistaða sóknarlega og varnarlega og gæði okkar leiks var mjög mikil. Það er mjög jákvætt. Við hreyfðum boltan vel á milli manna og hreyfingar án bolta var sterk. Frammistaðan var góð.

Heimild: Arsenal.com
Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments