Uncategorized — 20/04/2013 at 17:35

Wenger: Vorum í handbremsu í seinni hálfleik

by

Wenger_ap

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Fulham í dag.

Arsenal var manni fleiri nánast allan leikinn, en Wenger fannst sínir menn ekki vera nógu grimmir í seinni hálfleik.

„Við áttum góðan fyrri hálfleik en í þeim seinni voru sendingarnar okkar slakar og við spiluðum á minni hraða,“ sagði Wenger.

„Það verður að hrósa Fulham, þeir eru með gott lið og spiluðu vel. Þetta var erfitt í seinni hálfleik, við spiluðum með handbremsuna á og reyndum að halda forystunni án þess að taka áhættur.“

„Við ollum þeim ekki nógu miklum vandræðum. Við misstum hraða og gæði.“

Eyþór Oddsson

Comments

comments