Uncategorized — 25/07/2015 at 06:30

Wenger vill ekki að reynsla Szczesny fari til spillis

by

Wojciech-Szczesny-Arsenal

Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny á sér enn framtíð hjá félaginu, þrátt fyrir að vera þriðji markvörður félagsins eftir komu Petr Cech.

Szczesny er að öllum líkindum á leið til Roma á láni en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu á seinustu leiktíð til David Ospina.

,,Ég met Szczesny mikils og hann á sér framtíð hjá okkur og er þegar með mikla reynslu. Við höfum þrjá markverði og þeir eru allir í háum klassa. Það væri frábært ef einn þeirra gæti farið annað og fengið að spila,” sagði Wenger.

EEO

Comments

comments