Uncategorized — 27/07/2013 at 01:15

Wenger: Viljum topp leikmenn en gæðin er það sem máli skiptir

by

Wenger_ap

Arsene Wenger segir í viðtali á Arsenal.com að hann hafi mikinn áhuga á að styrkja liðið í sumar, en það verði að vera sérstakur leikmaður með sérstök gæði.

Arsenal hefur misst af Gonzalo Higuain og Stevan Jovetic í sumar en Wenger virðist ætla sér að kaupa alvöru framherja til liðsins en næstur í goggunarröð fjölmiðlanna hefur verið Luis Suarez, en þess ber þó að geta að Arsenal eru orðaðir við allt sem hreyfist þessa dagana.

Wenger hefur aðeins keypt eitt nafn í sumar og það er nafn hans Yaya Sanogo sem er ungur framherji og kemur frá Auxerre.

,,Ég trúi að allir spili á háu stigi. Það sem hefur breyst uppá síðkastið er að í Evrópu, löndum eins og t.d. Frakklandi hafa verið keyptir mjög hæfileikaríkir leikmenn sem myndu tveimur eða þremur árum síðar koma til Englands. Það gerir erfitt að klófesta hæfileikaríka menn.”

,,Það sem við viljum er ekki endilega stórt nafn heldur góður leikmaður. Nafnið skiptir ekki höfuðmáli. Það sem skiptir máli eru gæði leikmannsins. Við viljum eins marga topp leikmenn og við getum en það verður að einbeita sér að því að þróa leikmennina sem við höfum fyrir.”

,,Á miðjunni höfum við marga kosti, það er mikil barátta þar. Sagna hefur komið vel út í miðverði. Við erum með sterkt lið. Við erum á markaðnum að reyna að styrkja okkur.”

Comments

comments