Uncategorized — 19/07/2014 at 19:50

Wenger: Við ætlum að styrkja okkur meir

by

Arsène Wenger ræddi við blaðamenn eftir sigurinn gegn Boreham Wood í dag. Þetta er það sem hann hafði að segja.

á góða æfingu..,Fyrir okkur er mikilvægt að gefa öllum tækifæri til að sjá hversu langt á veg ungu strákarnir eru komnir og til að sjá í hvers góðu formi þeir reyndari eru. Á heildina litið viljum við koma í veg fyrir meiðsli og koma öllum í keppnishæft ástand.

Hvernig er að koma mönnum í form þau sumur þar sem eru stórmót…Það er miklu erfiðara því leikmennirnir eru að týnast inn á mismunandi tímum. Leikmenn sem féllu snemma út leik koma í næstu viku á meðan t.d. heimsmeistararnir þrír koma í burjun ágúst. Þannig að það er mjög erfitt að koma öllum leikmönnum í svipað stand fyrir upphafsleik á tímabilinu.

Um myndina af Wilshere í fjölmiðlunum…Ég hef ekki enn talað við hann þannig að það er erfitt fyrir mig að koma með einhverju yfirlýsingu.
– Ég þarf að tala við hann til að athuga hvað gerðist áður en ég tala um þetta opinberlega. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég vil bara komast að því hvsð gerist og áður en ég kemst að því vil ég ekki ræða þetta.

Cesc Fabregas…Fólk hefur komið fram og sagt að hann hafi viljað fara til Chelsea. Ég veit ekkert hverjir segja satt. Ég held að hann sé lentur þar sem hann vildi lenda.

Um sumarkaup Arsenal fram að þessu…Ég er mjög ánægður með það sem ég hef gert fram að þessu. Þetta er ekki búið, það er enn langur vegur eftir.

Um hvað aðrar stöður hann ætlar að styrkja…Ég get ekki gefið nein nöfn því það getur allraf allt klikkað. Við erum enn á markaðnum til að styrkja liðið.

Um samkeppnina á miðsvæðinu…Þar er mikil samkeppni, þar eru margir ungir leikmenn með mikla hæfileika sem spiluðu lítið í fyrra. Oxlade-Chamberlain spilaði lítið vegna meiðsla, Wilshere var mikið meiddur og Diaby missti af öllu tímabilinu. Þeir eru heilir núna þó við vitum ekki í hvernig standi þeir verða þegar tímabilið byrjar. Það er mikil samkeppni á miðsvæðinu, já.

Um Mertesacker, Özil og Podolski að vinna HM…Það sem er gott er að þeir hafa núna bullandi sjálfstraust. Við unnum FA Cup í síðasta leik tímabilsins, svo fara þeir og vinna HM. Að vinna titla gerir þig sterkari og öruggari og vonandi munum við njóta góðs af því á komandi tímabili.

Um ráðninguna á Louis van Gaal…Það sem skiptir máli er okkar frammistaða. Ég trúi því að Man Utd hafa ráðið góðan þjálfara sem sýndi það á HM. Það mun verða erfitt fyrir okkur að keppast við þá en líka aðra. Við erum allir á sama stað.

Hvort hann vilji kaupa markmann…Ég mun pottþétt kaupa markmann.

Um framtíð Thomas Vermaelen…Ég get ekki lofað því að hann verði hér áfram. Muni hann fara þá mun ég kaupa annan miðvörð.

Að gera kaupin snemmaVið erum ekki eina liðið sem gerðu það. Stundum eru þeir leikmenn sem þig langar í ekki fáanlegir fyrr en seint í glugganum. Özil, á þessum tíma í fyrra var hann ekki til sölu, en varð svo laus undir lok gluggans. Við munum gera okkar kaup þegar leikmenn eru fáanlegir og við einir ráðum því ekki. Núna gátum við gert hlutina snemma.

Hversu mikilvægt þetta tímabil er fyrir Wilshere…Hann er á aldri þar sem þú vilt sjá hann taka skref framm á við. Hann hefur hæfileikana. Ég hef trú á honum, mikilvægast núna er að ná góðum undirbúningi og verða 100% heill. Jack er frábær leikmaður – hegur fótboltaheila og er metnaðarfullur. Ég er viss um það, haldist hann heill muni hann eiga frábært tímabil.

Hvenær hann muni tala við Wilshere…Í næstu viku.

20140719-195012-71412148.jpg

Comments

comments