Uncategorized — 16/08/2014 at 19:02

Wenger: Verðum að gera betur gegn stóru liðunum en í fyrra

by

Wenger

Arsene Wenger þjálfari segir að lið hans sé eitt af sjö liðum sem geta unnið deildina á þessu tímabili.

Arsenal leiddu deildina í fyrra mikinn hluta tímabils þrátt fyrir að enda sjö stigum á eftir meisturum Manchester City.

Arsenal hafa verið duglegir á markaðnum í sumar og styrkt liðið um fjóra leikmenn.

,,Það getur margt gerst til 31. ágúst. Þess vegna hef ég alltaf sagt að það væri betra ef félagaskiptaglugginn lokaði áður en þú spilar fyrsta leikinn, það væri auðveldara fyrir alla.”

,,Það eru 6-7 lið. Þú ert með topp fjögur í fyrra, svo hefurðu Man Utd og Everton, en hversu vel mun Tottenham svara? Ég veit það ekki, en Everton voru mjög hættulegir í fyrra og gætu verið þarna.”

,,Ég trúi að við eigum möguleika því við vorum lengi á toppnum í fyrra. Það er erfitt að vita hve mikið sterkari önnur lið verða. Við eigum áskoranir sem við gerðum ekki vel í, t.d. verðum við að taka fleiri stig gegn topp liðunum, það verður alvöru áskorun og einnig verðum við að halda meiri stöðugleika gegn liðum sem berjast ekki um titilinn”

Eyþór Oddsson

Comments

comments