Uncategorized — 20/05/2015 at 11:09

Wenger: Verðum að forðast annað slys

by

Giroud

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal segir að liðið verði að forðast annað eins slys eins og gerðist gegn Swansea á mánudaginn fyrir viku þegar liðið mætir Sunderland á Emirates Stadium í kvöld.

Swansea lagði þá Arsenal 1-0 með marki frá Gomis á síðustu tíu mínútur leiksins eftir að Arsenal höfðu sótt stíft að marki Swansea manna.

„Fyrir mér var Swansea leikurinn slys. Eftir að hafa greint hann er þetta sá leikur sem við áttum hvað mest skilið að vinna af okkar tapleikjum”

„Sunderland þurfa stig til að vera öruggir frá falli, svo að ég býst við að þeir verði skipulagðir varnarlega og reyni að nota allar þær skyndisóknir sem þeir geta og öll þau föstu leikatriði til að skora mörk. Við verðum að spila á hárri ákefð til að vinna leikinn.”

„Í nokkur ár hafa Sunderland átt í vandræðum þar til fimm til sex leikir eru eftir. Fyrst bjargaði Di Canio þeim, síðan Gustavo Poyet og núna er það Advocaat, svo að þeir finna alltaf leiðir á endanum til að bjarga sér”

Frétt birtist einnig á fótbolti.net í dag – Sami höfundur að fréttunum

Comments

comments