Uncategorized — 30/09/2014 at 12:54

Wenger: Verðum að fara að nýta horn betur

by

AW

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger, segir að hann sé áhyggjufullur yfir hve illa Arsenal hefur gengið að fá mörk upp úr föstum leikatriðum.

Hefur þetta verið vandamál til lengri tíma en eins og sjá má á mynd hér að neðan, þá rata almennt 1-2 af hverjum 100 hornspyrnum sem Arsenal tekur í mark andstæðinganna.

,,Þetta er áhyggjuefni. Við höfum svigrúm til bætinga og við verðum að bæta okkur hratt.”

,,Ef þú ferð hvert sem er í heiminum og færð 15 horn á þig, þá muntu fá á þig mark því það ætti að vera erfitt að verjast þeim,” segir Wenger en 1 af hverjum 15 hornspyrnum jafngildir um 7% nýtingu til samanburðar við töfluna að neðan.

,,Ég er með mikla hæfileika í hópnum en Tottenham er lið með stóra leikmenn. Jan Vertongen og Younes Kaboul eru stórir og þeir vörðust vel.”

ByuKEnfCIAEs-gt

Comments

comments