Uncategorized — 28/08/2012 at 19:01

Wenger ver nýju framherjana

by

Arsene Wenger hefur komið þeim Lukas Podolski og Olivier Giroud til varnar og vill fullvissa stuðningsmenn liðsins um að þeir muni báðir koma boltanum í netið í komandi leikjum en hvorugur þeirra hefur enn skorað mark í deildinni.

Þó svo að miðja liðsins hafi litið vel út í fyrstu tveim leikjum tímabilsins þá hefur sóknarlínan ekki náð að sýna slíkt hið sama en hvorki Gervinho, Giroud né Podolski hafa náð að skora og þurfti liðið þessvegna að horfa á annað markalausa jafnteflið í deildinni í röð en þrátt fyrir það stendur Wenger fastur á þeirri skoðun að hans menn muni raða inn mörkunum í vetur.

Wenger sagði: “Við þurfum að finna leið til að deila mörkunum meira innan liðsins en við gerðum með Persie innan liðsins. Bæði Podolski og Giroud skoruðu 20 mörk á síðasta tímabili.”

“Einnig munum við fá mörk frá miðjunni og ég er viss um að Diaby, Ramsey, Walcott og Gervinho muni skora eitthvað þannig auðvitað verðum við að deila mörkunum á milli okkar.”

SRB

Comments

comments