Uncategorized — 15/09/2012 at 09:48

Wenger varar stjörnurnar sínar

by

Arsene Wenger, stjóri Arsenal hefur sent skýr skilaboð til leikmanna sinna en þau eru þau að ef þeir hafa eitthvað á móti því hvernig félagið rekur sig og höndlar sín mál að geta þeir lokað þverrifunni eða hypjað sig frá klúbbnum.

Þessi viðvörun kemur eftir að Bacary Sagna sagði í franska fjölmiðla að honum hafi fundist salan á Alex Song til Barcelona heimskuleg og að hann efist um sína framtíð hjá félaginu.

Þó svo að Wenger hafi sagt að þetta væri allt tekið úr samhengi var hann fljótur að senda út skilaboð til leikmanna sinna áður en þeir tala illa um félagið.

Fyrir mér er það þannig að bæði leikmenn og annað starfsfólk á að tala jákvætt um starfsstað sinn og ef að starfsmaður er ekki ánægður getur hann farið annað.” er haft eftir Wenger.

“Það er einfaldlega það sem mér finnst.”

Eftir að hafa verið spurður hvort þessu væri beint til Sagna sagði hann: “Ég sagði ekkert um leikmanninn, þetta gildir við alla. Þú verður að verja þinn vinnustað.”

“Ég hef líka sagt að Bacary elski klúbbinn og sé ekki á förum. Hann vildi ekki vera neikvæður.”

“Ég býst við  því að hann verði áfram og ég vona að svo verði því að þetta viðtal segir ekki alla söguna um hvað honum finnst um klúbbinn. Hann hefur alltaf sýnt fulla hollustu við klúbbinn á vellinum, bæði fyrir liðið og félagið. Það er mikilvægara.

SRB

Comments

comments