Uncategorized — 15/09/2011 at 23:45

Wenger útilokar ekki kaup á Benayoun

by

Arsene Wenger hefur ekki útilokað að Yossi Benayoun muni verða keyptur eftir að lánssamningi hans líkur hjá Arsenal en Benayoun spilaði sinn fyrsta heila leik fyrir Arsenal gegn Dortmund í vikunni og stóð sig mjög vel.

Eftir leikinn gegn Borussia Dortmund á Þriðjudaginn var Arsene Wenger spurður að því hvort hann hefði áhuga á því að kaupa Yossi Benayoun. Wenger svaraði fyrst að það væri of snemmt að svara því, fréttamaður spurði þá að því hvort hann væri þá til í að útiloka að hann mundi festa kaup á leikmanninum en Wenger svaraði þá stutt og laggott “Nei”.

Benayoun var keyptur á 5.5 miljónir punda frá Liverpool til Chelsea fyrir síðustu leiktíð en fékk ekki mörg tækifæri síðasta vetur en aðallega var það vegna þess að hann var mikið meiddur. Eftir að Andre Villas Boas tók við stórn Chelsea þá var honum sagt að hann mætti finna sér nýjan klúbb og voru mörg félög á eftir honum að hans eigin sögn.

Nú er bara að vona að Benayoun muni standa sig eins vel fyrir Arsenal og hann gerði fyrir Liverpool.

Comments

comments