Uncategorized — 24/07/2014 at 20:19

Wenger: Þú vilt þá leikmenn sem eru eins og hundar

by

20140719-195012-71412148.jpg

Arsene Wenger var viðstaddur við morgunverðarborðið á liðshóteli liðsins í New York í morgun þar sem klúbburinn er nú í æfingaferð.

Þar gaf Wenger færi á viðtali og ræddi hann meðal annars um hvernig hann greinir framtíðarstjörnur með framúrskarandi hæfileika.

,,Það er náunginn sem skorar sjálfan sig á hólm, alvöru sigurvegarar, gæinn sem keyrir sig áfram á innri hvatningu og hefur stöðuga þrá til að verða betri og betri.”

,,Náungi númer tvö keppir við aðra. Hann vill sýna öðrum að hann er betri en þeir og er tilbúinn til að fara og sýna fram á það. Þriðji náunginn er öðruvísi, hann vill fá virðingu frá öðrum.”

,,Á meðal þeirra bestu í keppni þá finnurðu þessar týpur af mönnum. Þeir eru með blöndu af þessum þremur eiginleikum en það er ein sem er yfirgnæfandi. Ég er persónulega drifinn af innri hvatningu.”

,,Þú vilt fólk sem eru halda stöðugt áfram, þú vilt þá leikmenn sem eru eins og hundar sem vilja alltaf meira. Við reynum að greina þetta og gera þá að stjörnum.”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments