Uncategorized — 07/03/2015 at 16:37

Wenger: Þessi leikur hefur sérstaka ákefð

by

Arsenal Press Conference

Arsene Wenger knattspyrnustjóri er spenntur fyrir viðureign Arsenal gegn Manchester United á Old Trafford í FA bikarnum á mánudagskvöld.

Arsenal hefur unnið tíu af síðustu tólf viðureignum sínum í öllum keppnum og vonast til að halda því áfram þegar á Old Trafford er komið.

Louis van Gaal og félagar hafa þó aðeins tapað tveimur leikjum á Old Trafford í 22 leikjum og býst Wenger því við erfiðum leik.

Við förum til Manchester til að fara áfram og gefa okkur alla í verkefnið. Það er markmið dagsins, liðsframlag, leggja okkur fram og gefa allt í þetta. Bæði lið munu gera það og ég trúi að þetta verður áhugaverður leikur.

Í augnablikinu erum við að spila vel á útivelli. Stærð vallarins er nákvæmlega sama alls staðar, þetta snýst bara um hversu mikið við förum upp og hversu mikið við leggjum okkur fram.

Þetta er leikur með sérstaklega hárri ákefð því þetta er á milli tveggja liða sem eiga alvöru séns á að vinna þesa keppni. Bæði lið hugsa að með sigri í þessum leik hafi þau gott tækifæri til að vinna keppnina. Það er einbeitt sér meira að FA Cup heldur en deildinni.

Ég tel að það sé mikilvægur þáttur að vera með boltan, þú getur ekki farið inn í leikinn og sagt að þú viljir ekki boltan. Stundum hefurðu hann ekki því andstæðingurinn er betri, stundum ertu að vinna 1-0 eða 2-0 og liðið þitt er einbeitt að því að verja forystuna.

Þú verður að greina þetta. Þú verður einnig að líta á leiðir til að vera með boltan, er það í þínum eigin vallarhelming eða á vallarhelming andstæðinganna? Í heildina held ég að það sé mjög mikilvægt að íþróttin verðlauni leikmönnum og liðum sem taka frumkvæðið.
Arsene Wenger

EEO

Comments

comments