Uncategorized — 10/01/2015 at 08:00

Wenger staðfestir að Sanogo mun fara á láni

by

Stoke City v Arsenal - Premier League

Yaya Sanogo er á leið burt frá Arsenal á láni út tímabilið en þetta staðfestir knattspyrnustjórinn Arsene Wenger í samtali við heimasíðu Arsenal.

Sanogo hefur fengið að spila sex leiki á leiktíðinni og skoraði eitt glæsilegt mark gegn Dortmund í Meistaradeildinni og opnaði þar með markareikning sinn fyrir félagið.

Wenger vill þó halda sóknarmanninum Joel Campbell innan liðsins en hann hefur fá tækifæri fengið á leiktíðinni.

Helst kýs Wenger að Sanogo fari á lán til liðs í ensku úrvalsdeildinni en eins og við á Arsenal.is greindum frá í vikunni, þá orðaði fréttastofa SkySports hann við Bordeaux í heimalandinu.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments