Uncategorized — 01/04/2014 at 09:03

Wenger slappar af í Hveragerði

by

Arsenal v Manchester City - Premier League

Eftir mikið álag undanfarið og mikinn skell gegn Chelsea þá spilaði Arsenal vel gegn City. Það hefur orðið til þess að í dag fá leikmenn sem og þjálfarar Arsenal frí.

Wenger vill að leikmenn sínir noti tímann og hvílist vel, enda virkilega mikilvægur leikur gegn Everton um helgina, og svo tekur við undanúrslitaleikur í FA Cup.

Wenger ákvað að fara ekki til Frakklands eins og hann er vanur, heldur varð Ísland fyrir valinu. Hann er að hvíla sig núna í Hveragerði á Heilsustofnun NLFÍ, eða heilsuhælið eins og flestir kalla það.

“Ég þekki marga sem hafa komið til Íslands og allir tala þeir um að áreiti frá fjölmiðlum er lítið sem ekkert og þess vegna ákvað ég að koma hingað,” sagði Wenger þegar formaður Arsenalklúbbsins Sigurður Enoksson heyrði í honum í morgun.

“Ég kom í gærkvöldi og fer aftur í kvöld. Framundan eru mikilvægir leikir og mikilvægt að vera andlega vel undirbúinn, bæði fyrir mig sem stjóra, leikmennina og aðdáendur.”

Comments

comments