Uncategorized — 15/07/2015 at 06:00

Wenger: Samheldni er lykillinn að árangri

by

Arsenal Training Session & Press Conference

Arsene Wenger, stjóri Arsenal segir að samheldni liðsins sé lykillinn að árangri á næstu leiktíð.

Arsenal hefur leik í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir fá West Ham United í heimsókn sunnudaginn 9. ágúst.

,,Ég loka ekki dyrunum fyrir nýjum leikmönnum. Ef við getum fundið einhvern leikmann sem styrkir hópinn munum við gera það. Við höfum þegar styrkt hópinn og ég trúi því að hluti af árangri liðsins sé með liðsheildinni / samheldni liðsins.”

,,Við höfum góða liðsheild og í augnablikinu er það mjög mikilvægt að okkar hópur, ásamt mér er að sjá hvernig við getum bætt okkur. Okkur finnst við hafa náð framförum á seinustu leiktíð en það er ekki nóg að halda að það sé í lagi. Við verðum að taka meiri framförum. Það er miklu mikilvægara í dag en að kaupa leikmenn. Ég trúi að við höfum gæðin.”

EEO

Comments

comments