Uncategorized — 20/04/2013 at 22:23

Wenger: Ryo er að gera virkilega góða hluti

by

Arsenal Team Photocall

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hrósar Japananum unga, Ryo Miyaichi í dag, fyrir að sýna metnað í að koma til baka eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á ökkla.

Ryo hefur verið í láni hjá Wigan og meiddist á ökkla í 8-liða úrslitum FA bikarsins en æfir nú á æfingasvæði Arsenal.

,,Hann er búinn að vera í meðferð síðustu þrjár vikur. Hann er að gera mjög vel, aðgerðin gekk vel og hann vinnur vel.”

,,Hann er einbeittur á hverjum degi. Mætir snemma, hann er fyrstur inn og síðastur út eins og margir japanskir leikmenn. Hann er að gera rosalega góða hluti en þarf enn þolinmæði”

Eyþór Oddsson

Comments

comments