Uncategorized — 08/04/2013 at 21:16

Wenger: Rosicky er mikilvægur leikmaður

by

gun__1310462449_wenger_malaysia1

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, trúir því að Tékkinn Tomas Rosicky muni koma til með að vera mikilvægur í baráttu Arsenal um Meistaradeildarsætið.

Rosicky skoraði bæði mörk liðsins í mikilvægum 2-1 sigri gegn West Brom á útivelli um helgina og getur reynst dýrmætur kraftur þegar á hólminn er komið.

,,Hann hefur átt í meiðslavandræðum og síðan var vandamál vegna samkeppnis um stöður því ég hef Wilshere og Cazorla.”

,,Hann er mikilvægur leikmaður sem sækir og kemur með hreyfanleika í leikinn, lætur leikinn líta einfaldan út og þegar hann er með boltan getur alltaf eitthvað gerst. Það hafa ekki margir leikmenn þennan eiginleika.”

,,Hér áður spilaði hann of langt frá teignum. Ég spilaði honum alltaf á kanti en ég hef sett hann nær miðjunni núna og hann er mun hættulegri til að skora. Ég sagði við hann í dag að þetta væri sérstakur leikur fyrir hann því hann skoraði tvö.”

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments