Uncategorized — 26/08/2014 at 16:04

Wenger: Podolski verður áfram hjá Arsenal

by

Podolski

Arsene Wenger, stjóri Arsenal staðfestir að Lukas Podolski muni ekki róa á önnur mið á þessari leiktíð

Hinn 29 ára gamli Lukas Podolski hefur verið orðaður við Juventur, Galatasaray og Wolfsburg á undaförnum 1 – 2 vikum.

Wenger segir að Podolski muni ekki róa á önnur mið en hann veðrur í leikmannahópnum gegn Besiktat í Meistaradeildinni annað kvöld þrátt fyrir að lið á borð við Juventur á Ítalíu og Wolfsburg í Þýskalandi hafa sýnt leikmanninum mikinn áhuga.

Podolski hefur lækkað í goggunarröðinni hjá Wenger eftir komu Alexis Sanches fyrr í sumar en nú lýtur allt út fyrir að Þjóðverjinn verði áfram í herbúðum Lundúnar liðsins.

,,Podolski er í hópnum á miðvikudaginn og hann verður áfram hjá okkur,” sagði Wenger

Podolski hefur ekkert komið við sögu hjá Arsenal hingað til á tímabilinu en Wenger vill ekki selja hann þar sem að Olivier Giroud verður frá keppni á næstunni vegna meiðsla á ökkla og talið að hann verði frá í þrjá mánuði en ekki er það orðið staðfest.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments