Uncategorized — 14/07/2015 at 20:00

Wenger: Özil verður áfram

by

Arsenal in Singapore - Day 2

Arsene Wenger, stjóri Arsenal vísar því á bug að Mesut Özil sé á leið burt frá félaginu og reiknar með Özil hjá félaginu til framtíðar.

Juventus hafa verið helst orðaðir við Özil í fjölmiðlum en slúður hefur einnig gengið um að Özil sé óánægður með hlutverk sitt hjá Arsenal.

Özil átti erfiða byrjun á seinustu leiktíð og meiddist illa en kom til baka og var sýndi sínar bestu hliðar á seinni hlutanum, líkt og allt Arsenal liðið.

,,Ég hef aldrei talað við Özil um nein möguleg félagaskipti eða neitt. Þessar vangaveltur eru alltaf skapaðar af fólki sem vill búa til fréttir en það er ekkert til í þessu”

,,Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkar lið og hann er leikmaður sem við reiknum með til að halda áfram að þróa okkur og okkar árangur”

EEO

Comments

comments