Uncategorized — 30/06/2011 at 09:16

Wenger og ofdekruðu krakkarnir hans

by

Arsenal virðist eyða afar litlu í leikmenn miðað við aðal keppinauta sína í ensku deildinni. Samt sem áður er Arsenal með sama launakostnað og hinir klúbbarnir. Samt eru afar fáir á einhverjum risa samningum. Hins vegar borgar Wenger alveg ótrúleg laun til ungra leikmanna sem gerir það að verkum að þeir velja Arsenal. Hvaða félag myndi bjóða Bendtner 52 þúsund pund á viku? Jú, Arsenal.

Nú í vor fóru þeir bakkabræður Denilson  og Bendtner miklum hamförum í fjölmiðlum og lýstu því yfir að þeir vildu yfirgefa Arsenal. Þeir sögðu að hungur þeirra í titla væri ástæðan og að þeir vildu spila fyrir stærstu klúbba Evrópu. Það lýsir ótrúlegri heimsku þessara tveggja manna, ef þeir komast ekki í liðið hjá Arsenal, hvernig ætla þeir þá að komast í liðið hjá Barcelona, Inter og Milan? Ég er þó ekki að gera lítið úr Arsenal í þessu samhengi, en Arsenal er ekki eitt besta lið í Evrópu þessa stundina.

Nú styttist óðum í að liðsmenn Arsenal komi saman aftur og hefji undirbúningstímabilið, þann 7 júlí. Þá þurfa þeir félagar að mæta aftur til æfinga með skottið á milli lappana. Þeir voru nú ekki beint vinsælustu mennirnir á síðasta tímabili og þeir verða ekki vinsælir hjá Arsenalmönnum á næsta tímabili.

Hvað er samt í gangi eiginlega? Wenger virðist vera búinn að tapa búnigsklefanum algjörlega. Fabregas, Nasri og Clichy geta gert hvað sem þeim sýnist og Wenger virðist ekkert gera. Ég held að þetta endurspeglist allt í bakkabræðrunum tveim, þeir eiga ekki afturkvæmt í Arsenal. Það vill engin kaupa þá eða fá þá frítt, það borgar þeim engin 50 þúsund pund á viku.

Ég hef samt sem áður mikið álit á Wenger og tel hann mjög hæfan í starfinu. Mér finnst samt full gróft að kenna honum um allt, hvað er stjórnin að hugsa? Hvernig geta menntaðir menn í viðskiptafræði og áhugamenn um fótbolta borgað mönnum þessi laun? Kannski horfa þeir aldrei á leiki? Ég fatta ekki þennan blessaða klúbb lengur. Það er samt forréttindi að fá að horfa á Denilson, Bendtner og Almunia spila fyrir sitt heittelskaða lið, tölum ekki um þegar Almunia ber fyrirliðabandið.

 

Eyb

 

Comments

comments