Uncategorized — 25/07/2014 at 13:00

Wenger: Of snemmt fyrir Zelalem að spila

by

gedion-zelalem

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal segir að Gedion Zelalem, ungi Þjóðverjinn hafi alla burði til að verða heimsklassa leikmaður á næstu árum og mun taka þátt í leiknum gegn New York Red Bulls á laugardag.

Zelalem er 17 ára og kom til Arsenal í byrjun árs 2013 og vakti meðal annars mikla athygli á undirbúningstímabili Arsenal í Asíu í fyrra, en þess má til gamans geta að Zelalem er fyrsti leikmaðurinn til að spila fyrir Arsenal sem er fæddur eftir að Wenger tók við félaginu árið 1996.

,,Í hreinskilni sagt finnst mér Gedion hafa hæfileika til að verða frábær leikmaður, en það verður ákveðið á næstu tveimur eða þremur árum því hann þarf að sýna að hann sé nógu andlega góður til að verða topp keppnismaður.”

,,Hann getur komið með neista í liðið og er mjög skapandi leikmaður, hann getur opnað varnir með góðum sendingum og hefur góða yfirsýn. Ef honum tekst að þróa líkamsbyggingu sína og halda gæðunum, þá getur hann orðið mjög mikilvægur leikmaður og ég vona að hann geri það.”

,,Ég trúi því að hann sé mjög ungur og efnilegur leikmaður sem var kennt hér í Bandaríkjunum. Í dag er of snemmt fyrir hann að spila fyrir okkur en ég myndi segja eftir eitt ár munum við vita meira um hann. Kannski á sex mánuðum ef allt fer vel”

,,Núna er hann ekki tilbúinn til að byrja í úrvalsdeildinni, en hann er með okkur og æfir með okkur og við búumst við miklu af honum. Hann spilar á laugardaginn.”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments