Uncategorized — 25/07/2015 at 00:28

Wenger: Næstum því komið að Szczesny fari til Roma

by

Wojciech-Szczesny-Arsenal

Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny gæti gengið til liðs við Roma á eins árs lánssamning, en þetta staðfestir Arsene Wenger á heimasíðu Arsenal.

,,Hann gæti farið til Roma og þetta er næstum búið, það þarf bara að klára nokkra pappíra. Það gæti allt gerst þangað til að pappírarnir verða tilbúnir.”

,,Szczesny er topp markvörður og við höfum þrjá svoleiðis. Það væri frábært ef einn gæti farið og fengið að spila. Ég tel að Szczesny hafi framtíð hér því ég met hans mikils. Ég setti hann í liðið þegar hann var tvítugur og hann hefur þegar mikla reynslu.”

,,Ég vil ekki að það fari til spillis en mér finnst Roma vera stór klúbbur og þeir spila í Meistaradeildinni, spila í allt annarri deild og það er mikil reynsla fyrir Szczesny sem er aðeins 25 ára.”

EEO

Comments

comments