Uncategorized — 03/08/2015 at 13:43

Wenger: Mikilvægt að vita að við getum unnið Chelsea

by

Sport. Football. pic: circa 1990. Arsene Wenger, Monaco Coach, who later had great success managing Arsenal.

Arsene Wenger var að vonum ánægður með 1-0 sigur Arsenal á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær.

Arsenal endurheimti skjöldinn með sigurmarki Chamberlain en þeir höfðu unnið hann í fyrra með sigri á þáverandi Englandsmeisturum Manchester City, 3-0.

,,Það var alltaf mikilvægt að vinna því ef við hefðum tapað hefði fólk verið að segja að Chelsea hafi unnið okkur aftur. Að komast yfir þessa hindrun var mikilvægt fyrir mitt lið. Við vitum að við getum unnið þá og það er mikilvægt þegar við förum inn í tímabilið”

,,Það er mikilvægt að þegar þú verður að sigra og vilt sigra, þá sigrar þú. Við höfum séð þær hliðar í okkar félagi sem ég er mjög ánægður með. Við vörðumst forystunni, vildum ekki fá á okkur og kannski vörðumst of mikið stundum en við áttum bestu færin.”

,,Þetta styrkir trú okkar á því að við gerum eitthvað rétt, að við sjáum leikinn allir eins. Í heildina trúi ég að það komi út úr liðinu, að þeir verði tilbúnir til að berjast fyrir hvern annan. Vonandi getum við haldið því í liðinu”

Comments

comments