Uncategorized — 12/04/2013 at 10:00

Wenger: Mikilvægt að halda áfram að byrja vel

by

bould_wenger

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, segir það nauðsynlegt fyrir lið sitt að halda áfram að byrja leiki vel.

Arsenal hafa unnið síðustu fjóra leiki sína en í þrem þeirra hafa þeir skorað á fyrstu 20 mínútum leiksins en fyrir það voru þeir mikið fyrir að byrja leiki illa.

Þess má geta að Arsenal hefur unnið 16 leiki og gert 2 jafntefli í þeim 18 leikjum í úrvalsdeildinni sem þeir hafa verið fyrstir til að skora.

,,Þetta sýnir að þegar við byrjum leiki á jákvæðan hátt þá getum við dóminerað leikinn. Þegar við erum komnir yfir, þá fara liðin sem verjast okkur vanalega farin að sækja og það gefur okkur svæði til að þróa okkar leik enn meira.”

,,Þetta sýnir hve mikilvægt sjálfstraustið er til að fara inní leiki og ná sterkri byrjun,” sagði Wenger.

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments