Uncategorized — 15/02/2015 at 09:53

Wenger: Middlesbrough munu ekki koma á óvart

by

Arsenal Press Conference

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal segir í viðtali við heimasíðu Arsenal að tap Manchester City á leiktíðinni gegn Middlesbrough sé viðvörun fyrir Arsenal sem mætir Middlesbrough á Emirates kl 16:00 í dag.

Middlesbrough hefur átt frábært tímabil til þessa og er í öðru sæti Championship deildarinnar með jafnmörg stig og Bournemouth sem eru í efsta sætinu.

Einnig gerði Middlesbrough sér lítið fyrir og lögðu Manchester City í síðustu umferð í FA bikarnum á útivelli.

Arsene Wenger:

Þetta er mikil áskorun og stórt tækifæri. Ef við förum í átta liða úrslit er það auðvitað spennandi verkefni fyrir okkur til að einbeita okkur að.

Við fengum þá heppni úr dráttnum að spila á heimavelli svo að við verðum að nýta þetta tækifæri.

Þeir munu ekki koma okkur á óvart. Allavega höfum við ekki þá afsökun að þeir komi okkur á óvart þar sem þeir unnu Manchester City á útivelli sannfærandi. Það var viðvörun fyrir okkur.

Við erum á heimavelli, við eigum möguleika á að fara í átta liða úrslit svo að við getum ekki látið þá koma okkur á óvart, það er víst. Hvert einasta lið sem spilar í toppbaráttu í Championship deildinni getur verið hættulegt fyrir úrvalsdeildarliðin.

Þeir áttu erfitt í fyrri hálfleik gegn City en þeir unnu seinni hálfleikinn sannfærandi. Þeir voru skipulagðir, spiluðu góðan bolta á miklum hraða og voru skapandi. Þú lítur á tölurnar þeirra úr Championship og þær eru glæsilegar. Þeir eru á góðu skriði og auðvitað viljum við stoppa það

Frétt þessi birtist einnig á Fótbolti.net í hádeginu í dag
EEO

Comments

comments