Uncategorized — 25/07/2015 at 00:02

Wenger leitar að framherja – Lacazette og Benzema ekki til sölu

by

Wenger

Stjórinn Arsene Wenger vill fá ákveðinn framherja til liðsins en fjölmiðlar hafa ekki fengið að vita hver leikmaðurinn er sem Wenger er á höttunum á eftir.

Talið er að þessi tiltekni framherji sé til sölu, en aðeins ef félag hans finnur framherja í hans stað.

Samkvæmt SkySports eru þetta ekki framherjarnir Alexandre Lacazette né Karim Benzema sem mikið hafa verið orðaðir við Arsenal í ár.

Benítez hafnaði því í viðtali að Benzema væri á förum frá Real Madrid og að hann kysi að halda Benzema hjá félaginu. Það segir einnig Hubert Fournier, þjálfari Lyon um framherja sinn, Alexandre Lacazette, sem hefur verið einn heitasti framherjinn í frönsku deildinni undanfarið árið.

EEO

Comments

comments